ECIT á Íslandi – Einstakur staður að starfa á

Kynntu þér kosti þess að starfa hjá ECIT. Við erum leiðandi fyrirtæki í fjölbreyttri fjármálaþjónustu. Hvort sem við erum að auglýsa eftir fólki eða ekki, þá erum við alltaf að leita að hæfu fólki.  Hafðu samband.

Fyrirtækjamenning og fríðindi

Hjá ECIT leggjum við áherslu á heiðarleika, nýsköpun og samstarf. Við trúum á að skapa vinnuumhverfi þar sem hver og einn starfsmaður getur þroskast og náð árangri.

Upplýsingar um hvers vegna þú vilt vera með okkur

Þjálfun og starfsþróun

Við bjóðum upp á fjölbreytt tækifæri til þjálfunar og starfsþróunar. Nefna má innri námskeið, ráðstefnur og aðgang að því nýjasta sem er í gangi á þeim vettvangi sem störfum á.

Starfsumhverfi og aðstaða

Starfsstöðvar okkar eru hannaðar með þægindi og vellíðan starfsmanna í huga, með nútímalegri aðstöðu og aðgengi að úrvals tækjabúnaði. Við bjóðum uppá sveigjanlega vinnumenningu.

Viðbuðirr og félagslíf

Við skipuleggjum reglulega viðburði, bæði faglega og félagslega, til að efla liðsheild og styrkja tengsl starfsmanna.

Komdu í samband

Lífið á skrifstofunni okkar

Hjá ECIT vinnum við saman að því að finna bestu lausnirnar fyrir viðskiptavini okkar. Við leggjum áherslu á teymisvinnu, samvinnu og faglegan metnað, þar sem hver og einn fær tækifæri til að láta ljós sitt skína og þróa hæfileika sína í jákvæðu og hvetjandi umhverfi.

Góður starfsandi og sterkt félagslíf skipta okkur miklu máli. Við höldum reglulega viðburði, bjóðum upp á sameiginlegar hádegisverðarstundir og sköpum aðstæður þar sem starfsmenn geta notið sín, bæði í vinnunni og utan hennar. Samheldni, gleði og samstarf eru lykilatriði í okkar menningu.

Meðal kosta þess að vinna hjá ECIT

Hjá ECIT leggjum við áherslu á að skapa vinnustað þar sem starfsfólk finnur fyrir stuðningi, tækifærum og góðum starfsanda.

Við viljum að allir upplifi jafnvægi milli vinnu og einkalífs, ásamt því að fá tækifæri til að vaxa og þróast í starfi.

Sveigjanleiki

Við bjóðum upp á sveigjanleika til að auðvelda starfsfólki að samræma vinnu og einkalíf.

Tækifæri til starfsþróunar

Starfsfólk ECIT hefur aðgang að þjálfun, námskeiðum og ráðgjöf til að styðja við þeirra faglega vöxt.

Öflug liðsheild og gott starfsumhverfi

Við vinnum saman í jákvæðu og styðjandi umhverfi þar sem allir hafa rödd og fá tækifæri til að láta til sín taka.

Samkeppnishæf laun og fríðindi

Við metum okkar starfsfólk og veitum sanngjörn laun og góð fríðindi í takt við reynslu og hæfni.

Skemmtilegt félagslíf

Reglulegir viðburðir, hópefli og sameiginlegar stundir stuðla að góðum starfsanda og sterkum tengslum innan fyrirtækisins.

Nútímalegt vinnuumhverfi

Við vinnum í vel útbúnum og þægilegum skrifstofum. Sífellt er unnið í því að tryggja að starfsfólk okkar sé með aðgengi því nýjasta sem í boði er í tækni.