Betra bókhald
Gott bókhald er ávísun á áhyggjuleysi. Betra bókhald getur létt lífið enn frekar. Bókhaldsráðgjöf ECIT felur í sér allt sem við kemur færslu og afstemmingu á bókhaldi og uppgjöri á virðisaukaskatti. Markmiðið er alltaf að gera gott betra.
Vandað bókhald
Í bókhaldsráðgjöf ECIT felst ráðgjöf um uppsetningu bókhalds með tilliti til þeirra upplýsinga sem ætlunin er að ná fram. Í því felst m.a. ráðgjöf um val á bókhaldskerfi og þjálfun starfsmanna sem koma að bókhaldi hvers fyrirtækis.
ECIT vill gjarnan hafa umsjón með bókhaldi viðskiptavina sinna að öllu leyti en getur líka hlaupið í skarðið og annast það að hluta til eða í afleysingum.
Ársuppgjör og framtal
Á hverju ári þurfa einstaklingar og fyrirtæki að telja fram til skatts fyrir liðið ár. Að margvíslegum þáttum þarf að huga og nauðsynlegt er að gera ráðstafanir í tíma áður en að skilum kemur. ECIT hefur í fjölda ára aðstoðað einstaklinga og fyrirtæki við allt sem viðkemur skattskilum.
Betri skattskil eru einfaldlega hluti af betri fjármálum. Þess vegna erum við þar.
Greiðsluþjónusta
Greiðsluþjónusta ECIT nær til alls sem tengist launum. Sé þess óskað getur ECIT þannig annast greiðslu á virðisaukaskatti, staðgreiðslu o.s.frv. auk greiðslu almennra reikninga og annars sem heppilegt þykir að úthýsa. Við markaðsfærum þjónustu ECIT undir vígorðinu „betri fjármál“ og leggjum allt í sölurnar til þess að standa undir nafni.
Launalausnir
ECIT býður einstaklingum og fyrirtækjum fjölbreytta launaþjónustu og verktakabókhald ásamt langþráðu snjallræði fyrir verktaka sem kjósa fremur að þiggja hefðbundnar launagreiðslur frá starfsemi sinni en verktakagreiðslurnar með tilheyrandi fyrirhöfn og freistingum.
Reikningagerð
Reikningagerð er grundvöllur alls rekstrar því án hennar koma einfaldlega engar tekjur inn. Ef þú vilt koma fjármálunum í lag er fyrsta skrefið að hafa röð og reglu á reikningunum. Mikilvægt er að rétt sé staðið að reikningagerð, að reikningar séu löglegir og að þeir séu sendir út eins fljótt og auðið er.
Nóta er hluti af ECIT, kynntu þér málið á nóta.is
Svör við Algengum Spurningum
Hvað felst í bókhaldsþjónustu ECIT?
Bókhaldsþjónusta ECIT felur í sér færslu og afstemmingu bókhalds, uppgjör virðisaukaskatts, gerð ársreikninga og framtala, auk ráðgjafar um uppsetningu bókhalds og val á bókhaldskerfum ef þörf er á.
Hvernig getur bókhaldsþjónustan bætt rekstur fyrirtækisins míns?
Með því að útvista bókhaldi til ECIT tryggir þú faglega og rétta bókhaldsfærslu, sem bætir yfirsýn yfir fjármál fyrirtækisins og auðveldar ákvarðanatöku. Þetta getur einnig sparað tíma og minnkað líkur á mistökum.
Hvað kostar bókhaldsþjónustan?
Kostnaður við bókhaldsþjónustu fer eftir umfangi og flækjustigi verkefnisins. Við bjóðum upp á sérsniðnar lausnir sem taka mið af þörfum hvers fyrirtækis og veitum alltaf verðtilboð áður en þjónustan hefst.
Er bókhaldsþjónustan örugg og bundin fullum trúnaði?
Já, öryggi og trúnaður eru okkar helstu áhersluatriði. Við notum örugg kerfi og strangar verklagsreglur til að tryggja að allar upplýsingar séu verndaðar og meðhöndlaðar með fullum trúnaði. Allt okkar upplýsinga umhverfi er GDPR vottað.
Getur ECIT séð um bókhald fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki?
Já, bókhaldsþjónusta okkar hentar bæði litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Við sérhæfum okkur í að aðlaga þjónustuna að sérstökum þörfum hvers viðskiptavinar.
Hvernig hef ég samskipti við ECIT varðandi bókhaldsþjónustuna?
Viðskiptavinir okkar eiga allir sinn tengilið. Þú getur haft samband við okkur í gegnum síma, tölvupóst eða með því að bóka fund í gegnum vefsíðuna okkar. Við erum ávallt til taks til að svara spurningum og veita ráðgjöf.
Getur ECIT aðstoðað við ársuppgjör og framtal?
Já, við sjáum um gerð ársreikninga og framtöl fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Við tryggjum að öll gögn séu rétt afstemmd og uppfylli kröfur Skattsins.
Hvernig fylgist ECIT með breytingum á skattalögum og reglugerðum?
Þar sem við vinnum fyrir þúsundir viðskiptavina fylgjumst við stöðugt með breytingum á skattalögum og reglugerðum og uppfærum bókhaldsferli okkar í samræmi við þær. Við sendum einnig upplýsingar og áminningar um slíkar breytingar til viðskiptavina okkar þegar við á.
Er auðvelt að færa bókhaldið yfir til ECIT?
Hvaða bókhaldskerfi notið þið?
Hverngi getum við hjálpað þér?
Vinsamlegast óska eftir tilboði
Hvað felst í rekstrarráðgjöf ECIT?
Rekstrarráðgjöf ECIT felur í sér ráðgjöf um rekstraruppgjör, stofnun félaga, gerð viðskiptaáætlana, kaup og sölu fyrirtækja, fjárhagslega endurskipulagningu og margt fleira. Rekstrarráðgjöf er gjarnan sérsniðin að þörfum viðskiptavinarins svo við hvetjum þig til þess að leita til okkar ef þú ert með verkefni sem þú þarft hjálp með.
Hvernig getur rekstrarráðgjöf hjálpað fyrirtækinu mínu?
Með rekstrarráðgjöf frá ECIT færð þú faglega ráðgjöf sem getur hjálpað þér að bæta reksturinn, auka hagkvæmni og ná betur settum markmiðum. Við aðstoðum við að greina tækifæri og takast á við áskoranir.
Hvað kostar rekstrarráðgjöf?
Kostnaður við rekstrarráðgjöf fer eftir umfangi og flækjustigi verkefnisins. Við bjóðum upp á sérsniðnar lausnir sem taka mið af þörfum hvers fyrirtækis og gerum verðtilboð sé þess óskað.
Hvernig hef ég samskipti við ECIT varðandi rekstrarráðgjöf?
Viðskiptavinir okkar eiga allir sinn tengilið. Þú getur haft samband við okkur í gegnum síma, tölvupóst eða með því að bóka fund í gegnum vefsíðuna okkar. Við erum ávallt til taks til að svara spurningum og veita ráðgjöf. Ef þú hefur áhuga á að koma í viðskipti getur þú haft samband við okkur til þess að fá frekari upplýsingar og eða tilboð í þá þjónustu sem hentar.
Getur ECIT aðstoðað við kaup og sölu fyrirtækja?
Já, við aðstoðum einstaklinga, félög og fyrirtæki við kaup, sölu eða sameiningu fyrirtækja. Við sjáum um alla verkstjórn og ráðgjöf í tengslum við slík verkefni.
Hvernig hjálpar ECIT við fjárhagslega endurskipulagningu?
Við aðstoðum við mat á stöðu fyrirtækisins, gerð nýrra markmiða og áætlana, samskipti við lánastofnanir og aðra lánadrottna, og veitum ráðgjöf um nýja fjárhagslega uppbyggingu.
Hvað er innifalið í viðskiptaáætlunargerð?
Viðskiptaáætlunargerð felur m.a. í sér skilgreiningu á markmiðum og gerð fjárhagsáætlana. Við tryggjum að áætlunin sé raunsæjar og framkvæmanlegar. Allar vinna við áætlanir er unnin í nánu samstarfi við viðskiptavini hverju sinni.
Getur ECIT aðstoðað við stofnun félaga?
Já, við veitum ráðgjöf við val á rekstarformi, aðstoðum við stofnun félaga, þar með talið gerð stofnskjala, skráningu hjá Fyrirtækjaskrá Skattsins og annað sem ef við á.
Tryggir rekstrarráðgjöf ECIT fullan trúnað?
Já, öryggi og trúnaður eru okkar helstu áhersluatriði. Við meðhöndlum allar upplýsingar með fullum trúnaði og fylgjum ströngum verklagsreglum til að tryggja öryggi gagna. Öll meðferð upplýsinga er GDPR vottuð.
Hvernig getur ég bókað rekstrarráðgjöf hjá ECIT?
Þú getur bókað rekstrarráðgjöf hjá okkur í gegnum vefsíðuna okkar, með því að hafa samband í gegnum síma 419 7200 eða tölvupóst ecit@ecit.is. Við erum ávallt tilbúin að aðstoða og veita ráðgjöf.