Launaþjónusta ECIT
ECIT rekur stærstu launadeild landsins og reiknar og afgreiðir í hverjum mánuði rúmlega átta þúsund launaseðla.
Fjölmargir sérfræðingar með mikla reynslu og þekkingu veita fjölbreytta ráðgjöf varðandi kerfi, kjör og fleira auk þess að reikna laun fyrir viðskiptavini.
Hér á síðunni er hægt að panta fund til þess að fá nánari upplýsingar.
Hlaup' í skarðið
Hjá flestum minni og meðalstórum félögum á Íslandi eru launamál á hendi fárra aðila og oft á tíðum bara einum. Frí um mánaðarmót, veikindi, uppsögn vinnuveitanda eða starfsmanna geta sett strik í reikninginn.
Viðskiptavinir í „Hlaup’ í skarðið“ þjónustu ECIT tryggja sig fyrir óþægindum og tjóni þegar eitthvað kemur uppá.
„Hlaup’ í skarðið“ þjónusta ECIT er nákvæmlega eins og í gamla góða leiknum. Ef einn stekkur óvænt úr hringnum hlaupum við tafarlaust í skarðið og tryggjum að keðjan hvorki rofni né veikist. Við upphaf viðskipta setja sérfræðingar ECIT sig inn í málin og tengjast þeim kerfum sem snúa að starfsmanna- og launamálum. Með lágmarksfyrirvara geta þeir fyrir vikið leyst viðkomandi af hólmi og brúað bilið til lengri eða skemmri tíma.
Launaútreikningar
Launaútreikningar eru undirbúnir í tíma. Staðfestingar og samþykktar þeirra er aflað áður en launaseðlar eru birtir rafrænt í netbönkum og laun síðan greidd út.
Fyrirtækin og þarfirnar eru misjafnar. Í samráði við viðskiptavini koma sérfræðingar ECIT á ferli sem lágmarkar tíma hvors aðila í daglegri framkvæmd en tryggir um leið það öryggi og trúnað sem nauðsynlegur er þegar um jafn viðkvæmar upplýsingar og raun ber vitni er um að ræða.
Greiðsla launa og launatengdra gjalda
Í hverjum mánuði er greitt vegna launa til allt að 30 mismunandi aðila fyrir utan útborguð laun til launþega. Þetta eru lífeyrissjóðir, stéttarfélög, Skatturinn, Innheimtustofnun Sveitarfélaga o.fl. sem hver hefur sinn gjalddaga.
Útborgunardagur og útborgunartími launa er mismunandi eftir fyrirtækjum og stéttarfélögum. Sérfræðingar ECIT leitast við að nýta tæknina til þess að greiða laun þannig að villuhætta sé lágmörkuð. Notast er við rafræn samskipti á milli launakerfa og banka þegar kostur er.
Sé ECIT falið að greiða laun og tengd gjöld tryggir viðskiptavinur sig fyrir því að ekki komi til greiðslu álags eða vaxta vegna seinna greiðslna svo lengi sem innistæða er fyrir því sem greiða þarf.
Árleg skil á launatengdum gögnum til Ríkisskattstjóra
Í byrjun nýs árs ber að skila margvíslegum gögnum til Skattsins.
Við skil á gögnum eru launaliðir afstemmdir þannig að Skatturinn fái réttar upplýsingar sem svo forskrást í skattframtölum launþega.
Afstemmingar á launaliðum eftir árið eru jafnframt mikilvægur hluti af afstemmingum bókhalds, undirbúningi ársreiknings og framtals fyrirtækisins. Ef eitthvað þarf að laga er best að það sé gert áður en þessar upplýsingar fara frá félaginu.
Vöktun breytinga á kjarasamningum, sköttum og launatengdum gjöldum
Viðskiptavinir í launaþjónustu ECIT fá upplýsingar og áminningar um breytingar á kjarasamningum, sköttum og launatengdum gjöldum um leið og þær liggja fyrir þannig að hægt sé að gera ráð fyrir áhrifum þeirra á áætlanir fyrirtækisins.
Viðskiptavinir fá jafnframt áminningar um alla gjalddaga launa og launatengda gjalda í tölvupósti
Svör við Algengum Spurningum
Afhverju að úthýsa launum?
Í fyrsta lagi til þess að spara tíma og fjármuni. Í öðru lagi vegna þess að þjónusta ECIT hvað varðar alla umsýslu vegna launa er óháð veikindum, fríum eða fjarvistum. Með fjölda starfsfólks og sterku baklandi er þjónustan einfaldlega innt af hendi á réttum tíma. Í þriðja lagi nefnum við dýrmæta sérþekkingu á regluverki launagreiðslna, fagmennsku í útreikningi þeirra og áreiðanleika í greiðslum. Þannig skapar ECIT örugga umgjörð sem veitir viðskiptavinunum svigrúm til að setja orku sína og tíma í önnur og brýnni viðfangsefni. Að auki eiga launakjör að vera einkamál. Útvistun launaumsýslu til ECIT er ávísun á fullkominn trúnað á milli fyrirtækisins og starfsfólks þess.
Hvað felst í launaþjónustu ECIT?
Launaþjónusta ECIT felur í sér launaútreikninga, greiðslu launa og launatengdra gjalda, útgáfu launaseðla og skilagreina vegna launatengdra gagna til Skattsins. Við sjáum um allt ferlið og vinnum í hvaða kerfi sem er. Flestir viðskiptavinir eru í fullri þjónustu en ECIT býður einnig upp á að hlaupa í skarðið ef launafólk þarf að taka sér frí eða veikist.
Hvernig getur launaþjónustan sparað fyrirtækinu mínu tíma og peninga?
Með því að útvista launaþjónustunni til ECIT er tryggt aðgengi að fjölda sérfræðinga sem tryggja að vinnan sé unnin á faglegan hátt, að kerfi séu rétt upp sett og þannig að tæknin sé nýtt til þess að tryggja hraða, gæði og auka öryggi.
Hvaða fyrirtæki henta best fyrir launaþjónustu ECIT?
Launaþjónusta ECIT hentar öllum fyrirtækjum, stórum sem smáum. Við sérhæfum okkur í að veita þjónustu sem er sniðin að þörfum hvers og eins, hvort sem um ræðir fámennt fyrirtæki eða stóran vinnustað með flókin launamál. Við vinnum fyrir fyrirtæki með 1 starfsmann og við vinnum fyrir fyrirtæki með mörg hundruð starfsmenn. Mismunandi launatímabil, atvinnugreinar og annað, við þekkjum það allt.
Hvað kostar að vera í launavinnslu hjá ECIT?
Verðlagningu fyrir launaþjónustu ECIT er stillt upp með þeim hætti að allar stærðir fyrirtækja geti með auðveldum hætti reiknað sér umtalsverðan fjárhagslegan sparnað með útvistun launavinnslu að hluta eða öllu leyti. Í þeim efnum munar mest um sparnað í tíma og mannahaldi. Sparnaður er einnig fólginn í áreiðanleika við greiðslu launatengdra gjalda á réttum tíma og ráðgjöf vegna breytinga og aðlögunar að gildandi regluverki hverju sinni. Hægt er að óska eftir tilboði í launaþjónustu hér á síðunni.
Er launaþjónustan örugg og bundin fullum trúnaði?
Já, öryggi og trúnaður eru okkar helstu áhersluatriði. Við notum örugg kerfi og strangar verklagsreglur til að tryggja að allar upplýsingar séu verndaðar og meðhöndlaðar með fullum trúnaði. ECIT er GDPR vottað og eru unnið með persónugreinanlegar upplýsingar samkvæmt því.
Hvernig hef ég samskipti við ECIT varðandi launaþjónustuna?
Viðskiptavinir okkar eiga allir sinn tengilið. Þú getur haft samband við okkur í gegnum síma, tölvupóst eða með því að bóka fund í gegnum vefsíðuna okkar. Við erum ávallt til taks til að svara spurningum og veita ráðgjöf. Ef þú hefur áhuga á að koma í viðskipti getur þú haft samband við okkur og fengið frekari upplýsingar og tilboð í þá þjónustu sem hentar.
Hvað gerist ef einhver starfsmanna veikist eða fer í frí?
Getur ECIT séð um launavinnslu fyrir erlend fyrirtæki?
Hvernig eru breytingar á kjarasamningum og lögum fylgdar?
Þar sem við erum stærsti launavinnsluaðili landsins, fylgjumst við stöðugt með breytingum á kjarasamningum og lögum og uppfærum kerfin okkar og viðskiptavina okkar í samræmi við þær. Við sendum einnig upplýsingar og áminningar um slíkar breytingar til viðskiptavina okkar.
Er auðvelt að færa launavinnslu yfir til ECIT?
Ertu forvitinn um hvað við getum boðið þér?
Vinsamlegast óska eftir tilboði
Hvað felst í rekstrarráðgjöf ECIT?
Rekstrarráðgjöf ECIT felur í sér ráðgjöf um rekstraruppgjör, stofnun félaga, gerð viðskiptaáætlana, kaup og sölu fyrirtækja, fjárhagslega endurskipulagningu og margt fleira. Rekstrarráðgjöf er gjarnan sérsniðin að þörfum viðskiptavinarins svo við hvetjum þig til þess að leita til okkar ef þú ert með verkefni sem þú þarft hjálp með.
Hvernig getur rekstrarráðgjöf hjálpað fyrirtækinu mínu?
Með rekstrarráðgjöf frá ECIT færð þú faglega ráðgjöf sem getur hjálpað þér að bæta reksturinn, auka hagkvæmni og ná betur settum markmiðum. Við aðstoðum við að greina tækifæri og takast á við áskoranir.
Hvað kostar rekstrarráðgjöf?
Kostnaður við rekstrarráðgjöf fer eftir umfangi og flækjustigi verkefnisins. Við bjóðum upp á sérsniðnar lausnir sem taka mið af þörfum hvers fyrirtækis og gerum verðtilboð sé þess óskað.
Hvernig hef ég samskipti við ECIT varðandi rekstrarráðgjöf?
Viðskiptavinir okkar eiga allir sinn tengilið. Þú getur haft samband við okkur í gegnum síma, tölvupóst eða með því að bóka fund í gegnum vefsíðuna okkar. Við erum ávallt til taks til að svara spurningum og veita ráðgjöf. Ef þú hefur áhuga á að koma í viðskipti getur þú haft samband við okkur til þess að fá frekari upplýsingar og eða tilboð í þá þjónustu sem hentar.
Getur ECIT aðstoðað við kaup og sölu fyrirtækja?
Já, við aðstoðum einstaklinga, félög og fyrirtæki við kaup, sölu eða sameiningu fyrirtækja. Við sjáum um alla verkstjórn og ráðgjöf í tengslum við slík verkefni.
Hvernig hjálpar ECIT við fjárhagslega endurskipulagningu?
Við aðstoðum við mat á stöðu fyrirtækisins, gerð nýrra markmiða og áætlana, samskipti við lánastofnanir og aðra lánadrottna, og veitum ráðgjöf um nýja fjárhagslega uppbyggingu.
Hvað er innifalið í viðskiptaáætlunargerð?
Viðskiptaáætlunargerð felur m.a. í sér skilgreiningu á markmiðum og gerð fjárhagsáætlana. Við tryggjum að áætlunin sé raunsæjar og framkvæmanlegar. Allar vinna við áætlanir er unnin í nánu samstarfi við viðskiptavini hverju sinni.
Getur ECIT aðstoðað við stofnun félaga?
Já, við veitum ráðgjöf við val á rekstarformi, aðstoðum við stofnun félaga, þar með talið gerð stofnskjala, skráningu hjá Fyrirtækjaskrá Skattsins og annað sem ef við á.
Tryggir rekstrarráðgjöf ECIT fullan trúnað?
Já, öryggi og trúnaður eru okkar helstu áhersluatriði. Við meðhöndlum allar upplýsingar með fullum trúnaði og fylgjum ströngum verklagsreglum til að tryggja öryggi gagna. Öll meðferð upplýsinga er GDPR vottuð.
Hvernig getur ég bókað rekstrarráðgjöf hjá ECIT?
Þú getur bókað rekstrarráðgjöf hjá okkur í gegnum vefsíðuna okkar, með því að hafa samband í gegnum síma 419 7200 eða tölvupóst ecit@ecit.is. Við erum ávallt tilbúin að aðstoða og veita ráðgjöf.