Hafðu samband við fagaðila

Hafa samband

Almennt

Fyrir hvern er ECIT?
Fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga með rekstur sem kjósa að úthýsa fjármálatengdum verkefnum og einbeita sér að kjarnastarfsemi sinni. Fyrirtæki kjósa að úthýsa fjármálatengdum verkefnum af mörgum ástæðum, svo sem til að spara tíma og peninga, til þess að vinnan sé unnin af fagfólki og til þess að vera viss um að öllum lögum og reglum sé fylgt. Nú svo er auðvitað best að hafa sem mestan tíma til að einbeita ´sér að því sem fyrirtækið þitt gerir best og ef þú ert ekki að reka bókhaldsþjónustu er það væntanlega eitthvað annað en að færa bókhald og reikna laun.

Launaþjónusta

Af hverju að úthýsa launum?

Í fyrsta lagi til þess að spara tíma og fjármuni. Í öðru lagi vegna þess að þjónusta ECIT hvað varðar alla umsýslu vegna launa er óháð veikindum, fríum eða fjarvistum. Með fjölda starfsfólks og sterku baklandi er þjónustan einfaldlega innt af hendi á réttum tíma. Í þriðja lagi nefnum við dýrmæta sérþekkingu á regluverki launagreiðslna, fagmennsku í útreikningi þeirra og áreiðanleika í greiðslum. Þannig skapar ECIT  örugga umgjörð sem veitir viðskiptavinunum svigrúm til að setja orku sína og tíma í önnur og brýnni viðfangsefni. Að auki eiga launakjör að vera einkamál. Útvistun launaumsýslu til ECIT er ávísun á fullkominn trúnað á milli fyrirtækisins og starfsfólks þess.

Hvað felst í launaþjónustu ECIT?

Launaþjónusta ECIT  felur í sér launaútreikninga, greiðslu launa og launatengdra gjalda, útgáfu launaseðla og skila á launatengdum gögnum til Ríkisskattstjóra. Við sjáum um allt ferlið og vinnum í hvaða kerfi sem er. Flestir okkar viðskiptavinir eru hjá okkur í fullri þjónustu. Við bjóðum einnig upp á að hlaupa í skarðið ef launafólk þarf að taka sér frí eða veikist.

Hvernig getur launaþjónustan sparað fyrirtækinu mínu tíma og peninga?

Með því að útvista launaþjónustunni til ECIT sparar við mannahald og tryggir þú að allt sé unnið fagmannlega og rétt. Þetta sparar þér tíma og fyrirhöfn við launavinnslu og minnkar líkur á mistökum sem gætu kostað fyrirtækið peninga auk þess að valda verulegri óánægju hjá starfsfólki. Úthýsing launavinnslu tryggir að streita tengd mánaðarmótum minnkar hjá fyrirtækinu.

Hvaða fyrirtæki henta best fyrir launaþjónustu ECIT?

Launaþjónusta ECIT hentar öllum fyrirtækjum, stórum sem smáum. Við sérhæfum okkur í að veita þjónustu sem er sniðin að þörfum hvers og eins, hvort sem um ræðir fámennt fyrirtæki eða stóran vinnustað með flókin launamál. Við vinnum fyrir fyrirtæki með 1 starfsmann og við vinnum fyrir fyrirtæki með mörg hundruð starfsmenn. Mismunandi vaktakerfi hafa ekki áhrif á kosti þess að úthýsa launavinnslu.

Hvað kostar að vera í launavinnslu hjá ECIT?

Verðlagningu fyrir launaþjónustu ECIT er stillt upp með þeim hætti að allar stærðir fyrirtækja geti með auðveldum hætti reiknað sér umtalsverðan fjárhagslegan sparnað með útvistun launavinnslu að hluta eða öllu leyti.
Í þeim efnum munar mest um sparnað í tíma og mannahaldi. Sparnaður er einnig fólginn í áreiðanleika við greiðslu launatengdra gjalda á réttum tíma og ráðgjöf vegna breytinga og aðlögunar að gildandi regluverki hverju sinni. Hafðu samband við okkur í síma 414-3200 eða sendu okkur línu á ecit@ecit.is og fáðu tilboð í þá þjónustu sem hentar.

Er launaþjónustan örugg og bundin fullum trúnaði?
Já, öryggi og trúnaður eru okkar helstu áhersluatriði. Við notum örugg kerfi og strangar verklagsreglur til að tryggja að allar upplýsingar séu verndaðar og meðhöndlaðar með fullum trúnaði. Allt okkar upplýsingar umhverfi er GDPR vottað.
Hvernig hef ég samskipti við ECIT varðandi launaþjónustuna?

Viðskiptavinir okkar eiga allir sinn tengilið. Þú getur haft samband við okkur í gegnum síma, tölvupóst eða með því að bóka fund í gegnum vefsíðuna okkar. Við erum ávallt til taks til að svara spurningum og veita ráðgjöf. Ef þú hefur áhuga á að koma í viðskipti getur þú haft samband við okkur í síma 414-3200 eða sendu okkur línu á ecit@ecit.is og fengið frekari upplýsingar og tilboð í þá þjónustu sem hentar.

Hvað gerist ef einhver starfsmanna veikist eða fer í frí?
Ef þú ert í þjónustu hjá okkur hafa veikindi og frí engin áhrif á þjónustuna sem við veitum þar sem hjá okkur starfa tugir sérfræðinga. Ef það sama gerist hjá þér getum við aðstoðað við að leys vandann með tímabundinni þjónustu. Með þjónustunni „Hlaupið í skarðið“ getum við tafarlaust hlaupið í skarðið og tryggt að launavinnsla rofni ekki þótt starfsmenn séu fjarverandi vegna veikinda eða orlofs.
Getur ECIT séð um launavinnslu fyrir erlend fyrirtæki?
Já, við bjóðum einnig upp á launaþjónustu fyrir erlend fyrirtæki sem eru með starfsfólk á Íslandi. Við tryggjum að allar launagreiðslur og skýrslugerðir séu í samræmi við íslensk lög og reglur. ECIT starfar jafnframt á öllum norðurlöndum og víðar og býður launaþjónustu um öll norðurlönd.
Hvernig eru breytingar á kjarasamningum og lögum fylgdar?
Þar sem við erum stærsti launavinnsluaðili landsins, fylgjumst við stöðugt með breytingum á kjarasamningum og lögum og uppfærum launavinnslu okkar í samræmi við þær. Við sendum einnig upplýsingar og áminningar um slíkar breytingar til viðskiptavina okkar.
Er auðvelt að færa launavinnslu yfir til ECIT?
Já, við aðstoðum viðskiptavini okkar við að flytja launavinnslu sína yfir til okkar með einföldum og skilvirkum hætti. Þar sem þetta er mjög reglulegur viðburður erum við mjög vön og leiðum verkið. Við sjáum um alla nauðsynlega skjalaflutninga og uppsetningu kerfa.

Bókhaldsþjónusta

Hvað felst í bókhaldsþjónustu ECIT?

Bókhaldsþjónusta ECIT felur í sér færslu og afstemmingu bókhalds, uppgjör virðisaukaskatts, gerð ársreikninga og framtala, auk ráðgjafar um uppsetningu bókhalds og val á bókhaldskerfum ef þörf er á.

Hvernig getur bókhaldsþjónustan bætt rekstur fyrirtækisins míns?

Með því að útvista bókhaldi til ECIT  tryggir þú faglega og rétta bókhaldsfærslu, sem bætir yfirsýn yfir fjármál fyrirtækisins og auðveldar ákvarðanatöku. Þetta getur einnig sparað tíma og minnkað líkur á mistökum.

Hvað kostar bókhaldsþjónustan?

Kostnaður við bókhaldsþjónustu fer eftir umfangi og flækjustigi verkefnisins. Við bjóðum upp á sérsniðnar lausnir sem taka mið af þörfum hvers fyrirtækis og veitum alltaf verðtilboð áður en þjónustan hefst. Hafðu samband við okkur í síma 414-3200 eða sendu okkur línu á ecit@ecit.is og fáðu tilboð í þá þjónustu sem hentar.

Er bókhaldsþjónustan örugg og bundin fullum trúnaði?
Já, öryggi og trúnaður eru okkar helstu áhersluatriði. Við notum örugg kerfi og strangar verklagsreglur til að tryggja að allar upplýsingar séu verndaðar og meðhöndlaðar með fullum trúnaði. Allt okkar upplýsingar umhverfi er GDPR vottað.
Getur ECIT séð um bókhald fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki?

Já, bókhaldsþjónusta okkar hentar bæði litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Við sérhæfum okkur í að aðlaga þjónustuna að sérstökum þörfum hvers viðskiptavinar.

Hvernig hef ég samskipti við ECIT varðandi bókhaldsþjónustuna?

Viðskiptavinir okkar eiga allir sinn tengilið. Þú getur haft samband við okkur í gegnum síma, tölvupóst eða með því að bóka fund í gegnum vefsíðuna okkar. Við erum ávallt til taks til að svara spurningum og veita ráðgjöf. Ef þú hefur áhuga á að koma í viðskipti getur þú haft samband við okkur í síma 414-3200 eða sendu okkur línu á virtus@virtus.is og fengið frekari upplýsingar og tilboð í þá þjónustu sem hentar.

Getur ECIT aðstoðað við ársuppgjör og framtal?

Já, við sjáum um gerð ársreikninga og framtöl fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Við tryggjum að öll gögn séu rétt afstemmd og uppfylli kröfur Ríkisskattstjóra.

Hvernig fylgist ECIT með breytingum á skattalögum og reglugerðum?
Þar sem við vinnum fyrir þúsundir viðskiptavina fylgjumst við stöðugt með breytingum á skattalögum og reglugerðum og uppfærum bókhaldsferli okkar í samræmi við þær. Við sendum einnig upplýsingar og áminningar um slíkar breytingar til viðskiptavina okkar þegar við á.
Er auðvelt að færa bókhaldið yfir til ECIT?
Já, við aðstoðum viðskiptavini okkar við að flytja bókhaldið yfir til okkar með einföldum og skilvirkum hætti. Við vinnum í öllum kerfum og höfum mikla reynslu af því að taka við nýjum viðskiptavinum. Slíkt er framkvæmt af okkur mörgum sinnum á ári. Við sjáum um alla nauðsynlega skjalaflutninga og uppsetningu kerfa ef við á.
Hvaða bókhaldskerfi notið þið?
Við notum það bókhaldskerfi sem hentar þér og aðstoðum viðskiptavini okkar við val á því kerfi sem hentar þeirra þörfum best ef þörf er á slíku. Við bjóðum einnig upp á þjálfun í notkun kerfanna.

Rekstrarráðgjöf

Hvað felst í rekstrarráðgjöf ECIT?

Rekstrarráðgjöf ECIT  felur í sér ráðgjöf um rekstraruppgjör, stofnun félaga, gerð viðskiptaáætlana, kaup og sölu fyrirtækja, fjárhagslega endurskipulagningu og margt fleira. Rekstrarráðgjöf er gjarnan sérsniðin að þörfum viðskiptavinarins svo við hvetjum þig til þess að leita til okkar ef þú ert með verkefni sem þú þarft hjálp með.

Hvernig getur rekstrarráðgjöf hjálpað fyrirtækinu mínu?

Með rekstrarráðgjöf frá ECIT færð þú faglega ráðgjöf sem getur hjálpað þér að bæta reksturinn, auka hagkvæmni og ná betur settum markmiðum. Við aðstoðum við að greina tækifæri og takast á við áskoranir.

Hvað kostar rekstrarráðgjöf?

Kostnaður við rekstrarráðgjöf fer eftir umfangi og flækjustigi verkefnisins. Við bjóðum upp á sérsniðnar lausnir sem taka mið af þörfum hvers fyrirtækis og veitum alltaf verðtilboð áður en þjónustan hefst. Hafðu samband við okkur í síma 414-3200 eða sendu okkur línu á ecit@ecit.is og fáðu tilboð í þá þjónustu sem hentar.

Hvernig hef ég samskipti við ECIT varðandi rekstrarráðgjöf?

Viðskiptavinir okkar eiga allir sinn tengilið. Þú getur haft samband við okkur í gegnum síma, tölvupóst eða með því að bóka fund í gegnum vefsíðuna okkar. Við erum ávallt til taks til að svara spurningum og veita ráðgjöf. Ef þú hefur áhuga á að koma í viðskipti getur þú haft samband við okkur í síma 414-3200 eða sendu okkur línu á ecit@ecit.is og fengið frekari upplýsingar og tilboð í þá þjónustu sem hentar.

 

Getur ECIT aðstoðað við kaup og sölu fyrirtækja?

Já, við aðstoðum einstaklinga, félög og fyrirtæki við kaup, sölu eða sameiningu fyrirtækja. Við sjáum um alla verkstjórn og ráðgjöf í tengslum við slík verkefni.

Hvernig hjálpar ECIT við fjárhagslega endurskipulagningu?

Við aðstoðum við mat á stöðu fyrirtækisins, gerð nýrra markmiða og áætlana, samskipti við lánastofnanir og aðra lánadrottna, og veitum ráðgjöf um nýja fjárhagslega uppbyggingu.

Hvað er innifalið í viðskiptaáætlunargerð?
Viðskiptaáætlunargerð felur í sér greiningu markaðarins, skilgreiningu á markmiðum, gerð fjárhagsáætlana og útgáfu áætlunarinnar. Við tryggjum að áætlunin sé raunsæjar og framkvæmanleg. Allar áætlanir eru unnar í nánu samstarfi við viðskiptavini.
Getur ECIT aðstoðað við stofnun félaga?
Já, við veitum ráðgjöf og aðstoð við stofnun félaga, þar með talið gerð stofnskjala, skráningu hjá Ríkisskattstjóra og ráðgjöf um bestu rekstrarform.
Tryggir rekstrarráðgjöf ECIT fullan trúnað?
Já, öryggi og trúnaður eru okkar helstu áhersluatriði. Við meðhöndlum allar upplýsingar með fullum trúnaði og fylgjum ströngum verklagsreglum til að tryggja öryggi gagna. Öll meðferð upplýsinga er GDPR vottuð.
Hvernig getur ég bókað rekstrarráðgjöf hjá ECIT?
Þú getur bókað rekstrarráðgjöf hjá okkur í gegnum vefsíðuna okkar, með því að hafa samband í gegnum síma 412 3200 eða tölvupóst virtus@virtus.is. Við erum ávallt tilbúin að aðstoða og veita ráðgjöf.